Kíkí. 2012 - 2023  

Eigandi

   Guðmundur Þór Norðdahl 

Kíkí var einstök kisa. Hún var alla tíð mjög mannblendin og og áhugasöm um flest sem var að gerast á heimilinu. Tók alltaf fagnandi á móti okkur þegar heim var komið. Hún eignaðist kettlinga ásamt systur sinni og oft sá Kíkí um kettlingana hennar Kókó og annarra katta á heimilinu. Kíki fékk viðurnefnið Aðalkisa þar sem hún var greinilega sú sem mestu réði. 


Síðasta árið sem Kíkí lifði var hún veik og missti hálfa þyngd sína þrátt fyrir góða matarlyst. Aldrei fannst út hvað amaði að, þrátt fyrir rannsóknir. Elsku Kikí dó svo árið 2023 og var okkur mikill harmdauði, enda okkar besti vinur. Það líður vart dagur án þess að við söknum hennar.     

Kíkí kom til okkar í Mosfellsbæ frá Kjalarnesi, ásamt systur sinni Kókó, vorið 2012. Þá átta mánaða gamlar.  Upphaflega ætluðum við að bjóða einni kisu að búa með okkur; en gátum ekki hugsað okkur að skilja systur hennar eftir eina. Úr varð að við buðum báðum að vera með okkur. Kíkí og Kókó voru mjög samrýmdar. Kókó hvarf árið 2015 eftir að hafa komið frá dýralækni og var á batavegi, Hún fannst aldrei þrátt fyrir mikla leit.