Kisuráð Villikatta

Kisuráð. Neyðarnr. dýralækna; 530 4888 og 8602211, bakvakt; 540 9900


 Ef kisan þín týnist:
 1, Setja pissukassann út ef aðstæður leyfa.
 2. Hafa mat úti til að halda kisu á svæðinu.
 3. Banka upp á hjá nágrönnum og biðja þá um að opna bílskúra, skúra og geymslur.
 4. Setja blað með upplýsingum og helst mynd í alla póstkassa í grendinni.
 5. Hengja upp auglýsingu við fjölfarna staði; ljósastaura, verslanir, þjónustumiðstöðvar, strætóskýli

     og við göngustíga í stórum radíus.
 6. Biðja Kattholt og Dýrahjálp um að setja inn auglýsingu.
 7. Ef kisan er ekki örmerkt, hringja í lögregluna og fá þá til að lesa upp tilkynningar sem þeim hefur 

     borist um dána/slasaða ketti.
 8. Ef um innikisu að ræða þá fer hún oftast ekki langt frá húsinu. Þá er gott að fara út að kvöldi

     þegar um hægist. Kíkja undir palla og alla mögulega felustaði - ef dimmt lýsa með vasaljósi - þá 

     sér maður oft glita í augun.
 9. Tala við krakkana í hverfinu og biðja þá um aðstoð.
10. Settu innleggið líka á Týnd/fundin dýr og kettir á faceb. og endilega að fá alla ættingja og vini til

     að pósta innlegginu.
11. Talaðu líka við póst- og blaðburðarfólk.
     Þetta þarf allt að gerast strax. Með von um að kisa finnist sem fyrst.
     Og aldrei gefa upp vonina ❤


Koma í veg fyrir að kisa týnist:
 1. Gelda - fara síður á flakk, og örmerkja.
 2. Setja appelsínugular ólar á innikisur.
 3. Gott er að sauma í eða skrifa með vatnsheldum túss, símanúmerið beint í / á ólina til öryggis. 

     “Rögn" fatamerkimiðar eru tilvaldir á kisuólarnar. Muna að skrifa líka póstnúmerið.
 4. Ef kisa þarf pössun ath hvort kisupassarinn getur passað heima hjá ykkur.
 5. Ef pössun á annað heimili; brýnið vel fyrir passaranum að þær komist ALLS EKKI út. Passa upp á 

     alla glugga (bara litla rifu) - fara vel yfir það.
 6. Gott að eiga góðar myndir af kisu ef hún skildi nú týnast.
 7. Ath vel hvort örmerkið er ekki örugglega skráð á; dyraaudkenni.is


Fundnar kisur.
Endilega hafa samband við Dýrfinnu, www.dyrfinna.is/ormerki


Við mælum með að skrá allar kisur í Kattaskrána - www.kattaskrain.com


Neyðarnr. dýralækna; 530 4888 og 8602211