Kattaskráin - The CATaloque
www.kattaskrain.com
Skráðu kisuna þína með mynd, strax í dag!
Mikið öryggi fyrir kisurnar!
Kattaskráin gleymir engum!
Af hverju kattaskrá?
Stundum fara kisurnar okkar á flakk og jafnvel týnast í lengri eða skemmri tíma. Við viljum að kisurnar okkar finnist fljótt og vel ef þær týnast. Oft sér fólk kisurnar á förnum vegi og tilkynnir það á samfélagsmiðlum eins og Facebook. KATTASKRÁIN býður upp á þann möguleika að fletta upp myndum af köttum sem búa á tilteknu svæði skv. póstnúmeri. Ef kattaeigendur eru duglegir við að senda inn mynd og upplýsingar um kisurnar sínar aukast líkur á að eigandi finnist nánast strax.
ALLAR KISUR Í KATTASKRÁNNA!
Muna að skrá kisurnar ykkar í Kattaskránna. Mynd og upplýsingar verða þá tiltækar allann sólarhringinn. Ef einhver sér kisuna ykkar á förnum vegi; þá getur viðkomandi flett upp mynd og upplýsingum um hana í snjallsíma og séð strax hvort kisan er týnd eða ekki. Það kostar ekkert að skrá kisurnar; og getur bjargað lífi þeirra að borin sé kennsl á þær strax, jafnvel úr fjarlægð. Borin hafa verið kennsl á fjölmargar kisur eftir myndum í Kattaskránni. Athugið að myndagrunnur þessi kemur ekki í stað örmerkinga. Kattaskráin er fyrir allar kisur, ekki bara týndar.