Ég útskrifaðist af listabraut (fine art) úr fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég tók mér þá langt hlé og skapaði ekki í 15 ár eftir það. Ég einbeitti mér að framanum og varð vörumerkisstjóri/verslunarstjóri yfir þremur skargripabúðum á Íslandi og þremur í Danmörku. Ég flutti til Svíþjóðar með sænskum kærasta mínum fyrir 11 árum síðan og eigum við nú tvö börn saman. Fyrir 5 árum síðan byrjaði ég síðan loksins aftur að skapa..
Ég tók þátt í listasýningu í Monaco 2020 og sýndi þar tvö stór málverk, það var ótrúleg upplifun. Síðan hélt listaboltinn bara áfram að rúlla og ég hef verið að skapa við hliðina á vinnu minni sem verslunarstjóri. Hef ég fengið fjölmörg skemmtileg listaverkefni á þessum 5 árum og til dæmis teiknað portrett af fólki og dýrum, málað málverk, vatnslitaverk og myndskreytt barnabókina Vinir án landamæra sem var gefin út á Íslandi 2022..
Nú hef ég sagt upp vinnu minni sem verslunarstjóri og tek skrefið lengra á listavegferð minni og er á plönunum hjá mér að stofna mitt eigið listafyrirtæki á næstunni. Að skapa gefur mér orku og vellíðan hvern dag. Ég teikna með kolum, grafít, panpastels, og teikna/mála einnig í forritinu Procreate með Apple pencil. Ég mála einnig með vatnslitum og mála abstrakt með Akrýl. Hlakka til að skapa fyrir ykkur!
Auðurelinart á Instagram og Facebook..