Sædís í Munkaþverárstræti, 600 Akureyri hefur skotið skjólshúsi yfir þessa falllegu umkomulausa kisu!

Sædís í Munkaþverárstræti, 600 Akureyri hefur skotið skjólshúsi yfir þessa falllegu umkomulausa kisu! "Byrjaði að koma hér og leika við aðra kisu sem ég á haustið 2020, þegar ég auglýsti hana fyrst kom í ljós að hún hafði verið í fæði hjá fleirum í götunni það sumar. Hún lítur vel út, í ágætum holdum og falleg. Hún er búin að vera í fæði hér allan tímann. Gaut 3 kettlingum hjá okkur í nóvember og búin að vera lokuð inni með þá í þvottahúsinu okkar síðan. Bý í Munkaþverárstræti 600 Ak. Er með hund sem henni er illa við, þannig að hún kemur aldrei upp, best væri ef hún kæmist til fólks sem er vant að mannvenja kisur eða í sveit þar sem hún gæti verið í útihúsum. Við erum búin að skanna hana en ekkert kemur í ljós. ætlum að borga fyrir geldingu og eigum tíma fyrir hana hjá lækni í næstu viku ef við náum henni í fellibúrið. Bestu kveðjur! Sædís." Munkaþverárstræti, 600 Akureyri.

Læða. Hvít grá og svört. Bröndótt. Hvítur blettur á nefi. Svört hægri nös. Hvít vinstri efrivör. Hægri efrivör hvít við nös. Hvítur háls. Hvít bringa. Hvítir sokkar á framfótum.