KISULITABÓKIN ER LITABÓK FYRIR ALLA KRAKKA, KONUR OG KARLA SEM VILJA STYRKJA HEIMILISLAUS DÝR OG DÝR Í NEYÐ.
Fjöldi fólks leggur dag við nótt til aðstoðar dýrum í neyð. Leggjum þeim lið með því að kaupa þessa litabók handa börnunum okkar, frændum og frænkum, öfum og ömmum. Bókin er ekki seld í verslunum til að sem mestur ágóði af sölu bókarinnar renni til aðstoðar dýrunum. Bókin er framleidd á sem ódýrastan hátt og engir milliliðir koma við sögu.
Skrifaðu heimilisfang og fjölda bóka sem þú vilt panta, í "message". Þú færð bækurnar sendar í pósti. Bókin kostar 1.500 krónur og er sendingarkostnaður innifalinn. Allur ágóði fer til að styrkja dýrahjálparsamtök. Það þýðir að minnsta kosti 50% af andvirði fer beint til hjálparstarfsins. Öll vinna vegna útgáfunnar er gefin.